Gistihúsið Langaholt á Snæfellsnesi

Þann 12 nóv. tók Gistihúsið Langaholt á Snæfellsnesi í notkun 6 herbergi af 20 sem hafa verið í smíðun. Langaholt hefur verið að byggja við eldra húsnæði 20 glæsileg herbergi og einnig nýja móttöku, auk þess sem eldri setustofa hefur verið endurbætt og er nú Langaholt með 40 herbergi.

ÍsBú hefur heiðurinn af því að skaffa í þetta glæsilega húsnæði húsgögn, sængurföt og gluggatjöld.

Við óskum eigendum Langaholts til hamingju með nýju hótelherbergin og óskum þeim velfarnaðar.

img_4808

img_4810img_4805_fotor

Innflutningur frá Kína

ÍsBú hefur alla tíð flutt sínar vörur beint frá Kína án milligöngu heildsala í Evrópu. Með þessu hefur okkur tekist að halda verðum góðum og verið vafnframt með góðar vörur.

Við fríverslunarsamninginn milli Íslands og Kína urðu ekki miklar breytingar á okkar vöruflokkum. Sumt af okkar vörum var með 5 – 10% toll og er með það enn. Samkv. samningnum á þessi tollur að falla út í áföngum næstu 5 – 10 árin.

Vörugjöld voru ekki á þeim vörum sem við höfum flutt inn, þannig að það breytir ekki miklu þó vörugjöld verði feld niður varðandi okkar innflutning.

Það sem mestu máli skiptir varðandi verð er gengisþróun ísl. krónunar. Þegar þetta er skrifað er gengi USD komið í kr. 133,84 en var fyrir ári síðan kr. 115,13 eða hækkun um 16%. Þetta er það sem við erum alltaf að berjast við „óstöðugt gengi“ Evran hefur nokkuð haldið sér gagnvart krónuni var fyrir ári síðan kr. 157,37 en er nú kr. 151,60 eða lækkun um tæp 4% .

ÍsBú mun áfram leita leiða til að bjóða góð verð og þannig þjóna viðskiptavinum sínum sem best.

Bestu óskir um gott ferðamanna ár.

SÆNGURFATNAÐUR, LÍN, LÖK OG HANDKLÆÐI

Kæri viðskiptavinur.

sængurver satinEruð þið klár fyrir sumartraffikina? Við hjá ÍsBú höfum á lager úrval af sængurfötum, líni, teygjulök og handklæði sem við bjóðum á mjög góðu verðu. Við bjóðum ykkur okkar vinsæla satin lín sem er með 260 þræði, ath. algengast á markaðinum er efni með 200 þráðum. Sama er með straufría línið okkar, það er með 220 þráðum en flestir eru með lín undir 200 þráðum.  Berið því saman verð og gæði, epli – epli en ekki epli og appelsínu. Reynslan segir okkur að líftími á okkur líni er mjög góður. Handklæði okkar eru eingöngu úr 100% bómull, við viljum meina að þar fari saman góð gæði og frábært verð.

Endilega verðið þið í sambandi við okkur ef þið eruð ekki alveg klárt fyrir sumarið, við aðstoðum ykkar með gleði.

Hótelvörur, lín, lök, sængur, kodda, lampa

HÓTELVÖRUR

Undan farin ár höfum við hjá ÍsBú sérhæft okkur í því að þjóna hótelum, gistiheimilum, veitingarstöðum og sjúkrahúsum á Íslandi. Meðal fyrstu stóru verkefna okkar í hótelgeirandum hér á landi var á árunum 2010/2011 þegar Hótel Hallorðstaðir stækkaði um 20 herbergi. Við hjá ÍsBú tókum þátt í þessu skemmtilega verkefni og afgreiddum til Hótels Hallormsstaða ýmsar vörur m.a. sofa, stóla, lampa, myrkragluggatjöld, lín, lök, sængur, kodda, rúmrenninga, alls konar baðherbergisvörur úr ryðfríu stáli, handklæði, sérmerkt shampoo og sápaur o.fl. Við hjá ÍsBú höfum bætt vörulínu okkar síðan, í dag bjóðum við heildarlausnir fyrir hótel, allt sem þarf inn á eitt herbergi, t.d. fjölbreytt úrval af hótel húsgögnum, sofa, stóla, borð, útihúsgögn, rúmfatnað, gluggatjöld, jafnvel heildarlausnir inn á baðherbergi o.fl. Við höfum fjárfest í lagerhússnæði til að bæta þjónustu okkur, algengustu vörur eins og handklæði, lín, bakki með hitakönnu o.frv. er að jafnaði til á lager, svo viðskiptavinir geta komið og náð í þá vöru. Við höfum mikið og fjölbreytt úrval af sýnishornum á lagernum af vörum sem erfitt er að liggja með. Þar er hægt að velja um alskonar efni og vörur, sem svo tekur 8 – 12 vikur að afgreiða. Skrifstofan okkar er á Síðumúla 31, 3h. og lagerhússnæði okkar er á Síðumúla 29, við bjóðum ykkur öll hjartalega velkomin.

lín satin

OPNUN NÝRRAR HEIMASÍÐU

Undan farin ár höfum við hjá ÍsBú sérhæft okkur í því að þjónusta hótel, gistiheimili, veitingaastaði og sjúkrahús á Íslandi. Okkar innlegg í baráttuna er að bjóða góða vöru og þjónustu fyrir hótel og gistiheimili á mjög góðu verði.

 Þann 27.3.2014 opnaði Ísbú nýja heimasíðu. 

Með þessari heimasíðu vonumst við til þess að ná til fleiri viðskiptavina okkar og kynnt starfsemi okkar betur. Eins og sést á heimasíðunni þá bjóðum við upp á mjög fjölbreytta þjónustu og hótelvörur, t.d. lín, sængurver, sængur, kodda, baðhandklæði, baðsloppa, inniskór, lampa, húsgögn, sófa, herbergis stóla, barstóla, o.frv. Þjónusta okkar er einstaklingsbundin og er það okkar markmið að geta uppfyllt óskir sem flestra þeirra sem til okkar leita. Með starfsemi dótturfyrirtækis okkar Hongfei Trade Ltd. í Kína opnast ýmsar leiðir og oft er hægt að leysa málin með einu símtali. 

Við gerum tilboð í verkefni bæði stór og smá. Hafið því endilega samband ef þið eruð að spá í eihnverjar framkvæmdir. Við getum útvegað efnið á góðu verði og einnig erum við í samvinnu við iðnaðarmenn sem klára uppsetningu og frágang.

Gerum tilboð í heilan verk-pakka ef óskað er.

Með fyrirfram þökk
Starfsfólk Ísbús Alþjóðaviðskipta
Netfang: 
isbu@isbutrade.com
Sími: 562 9018

samstarfsaðilar

samstarfsaðilar

Hongfei Trade Co. Ltd.
Heildsölufyrirtæki í Kína.