Innflutningur frá Kína

ÍsBú hefur alla tíð flutt sínar vörur beint frá Kína án milligöngu heildsala í Evrópu. Með þessu hefur okkur tekist að halda verðum góðum og verið vafnframt með góðar vörur.

Við fríverslunarsamninginn milli Íslands og Kína urðu ekki miklar breytingar á okkar vöruflokkum. Sumt af okkar vörum var með 5 – 10% toll og er með það enn. Samkv. samningnum á þessi tollur að falla út í áföngum næstu 5 – 10 árin.

Vörugjöld voru ekki á þeim vörum sem við höfum flutt inn, þannig að það breytir ekki miklu þó vörugjöld verði feld niður varðandi okkar innflutning.

Það sem mestu máli skiptir varðandi verð er gengisþróun ísl. krónunar. Þegar þetta er skrifað er gengi USD komið í kr. 133,84 en var fyrir ári síðan kr. 115,13 eða hækkun um 16%. Þetta er það sem við erum alltaf að berjast við „óstöðugt gengi“ Evran hefur nokkuð haldið sér gagnvart krónuni var fyrir ári síðan kr. 157,37 en er nú kr. 151,60 eða lækkun um tæp 4% .

ÍsBú mun áfram leita leiða til að bjóða góð verð og þannig þjóna viðskiptavinum sínum sem best.

Bestu óskir um gott ferðamanna ár.

samstarfsaðilar
samstarfsaðilar

Hongfei Trade Co. Ltd.
Heildsölufyrirtæki í Kína.