Hótelvörur, lín, lök, sængur, kodda, lampa

HÓTELVÖRUR

Undan farin ár höfum við hjá ÍsBú sérhæft okkur í því að þjóna hótelum, gistiheimilum, veitingarstöðum og sjúkrahúsum á Íslandi. Meðal fyrstu stóru verkefna okkar í hótelgeirandum hér á landi var á árunum 2010/2011 þegar Hótel Hallorðstaðir stækkaði um 20 herbergi. Við hjá ÍsBú tókum þátt í þessu skemmtilega verkefni og afgreiddum til Hótels Hallormsstaða ýmsar vörur m.a. sofa, stóla, lampa, myrkragluggatjöld, lín, lök, sængur, kodda, rúmrenninga, alls konar baðherbergisvörur úr ryðfríu stáli, handklæði, sérmerkt shampoo og sápaur o.fl. Við hjá ÍsBú höfum bætt vörulínu okkar síðan, í dag bjóðum við heildarlausnir fyrir hótel, allt sem þarf inn á eitt herbergi, t.d. fjölbreytt úrval af hótel húsgögnum, sofa, stóla, borð, útihúsgögn, rúmfatnað, gluggatjöld, jafnvel heildarlausnir inn á baðherbergi o.fl. Við höfum fjárfest í lagerhússnæði til að bæta þjónustu okkur, algengustu vörur eins og handklæði, lín, bakki með hitakönnu o.frv. er að jafnaði til á lager, svo viðskiptavinir geta komið og náð í þá vöru. Við höfum mikið og fjölbreytt úrval af sýnishornum á lagernum af vörum sem erfitt er að liggja með. Þar er hægt að velja um alskonar efni og vörur, sem svo tekur 8 – 12 vikur að afgreiða. Skrifstofan okkar er á Síðumúla 31, 3h. og lagerhússnæði okkar er á Síðumúla 29, við bjóðum ykkur öll hjartalega velkomin.

samstarfsaðilar
samstarfsaðilar

Hongfei Trade Co. Ltd.
Heildsölufyrirtæki í Kína.