SAGAN

Ísbú alþjóðaviðskipti ehf. hóf starfsemi árið 1974, en var þá í annarri mynd, eða útgerðarfélag. Fyrirtækið tók breytingum 1991 og varð uppfrá því alþjóðafyrirtæki, sem sinnti ráðgjöf og hafði í frammi ýmsa verkefnaöflun á erlendri grundu.

Erlend starfsemi fyrirtækisins var með víðtæku sniði, svo sem byggingaframkvæmdir, hótelvörur, orkuöflun og skipasmíði í Kína o.fl. Starfsemin fór fram víða um heim t.d. í S-Ameríku, N-Ameríku, Kína, og Rússlandi.

Um 1992 hannaði Magnús B. Óskarsson auglýsingahönnuður firmamerki (lógó) fyrirtækisins. Þar sést kría fljúga yfir nafni fyrirtækisins. Krían var valin þar eð starfsmenn ÍsBús höfðu tekið eftir þessum merkilega fugli hvarvetna á ferðum sínum um hina fjölbreytilegustu staði á jarðarkúlunni. Krían ferðast frá suðri til norðurs, yfir alla jörðina, en það gerum við líka, ef við getum með því  þjónað viðskiptavinum okkar. 

Árið 2001 breytist starfsemi fyrirtækisins að nýju. Að þessu sinni hefur það innflutning á erlendum varningi til landsins. ÍsBú hefur verið að sérhæfa sig að þjóna hótelum, gistiheimilum, veitingarstöðum og sjúkrahúsum. Markmið okkar eru að bjóða gæða vörur á lágu verði, auðvelda störf og daglegt líf starfsfólks og atvinnurekanda.

Nú, á krepputíðinni miklu í kjölfar bankahrunsins, berum við hjá ÍsBú höfuðið hátt. Við vitum að hið efnahagslega umhverfi er erfitt og leiðin til árangurs sé þyrnum stráð. En við höfum trú á því, sem við erum að gera og starfsfólki okkar. Við teljum okkar hafa fram að færa þekkingu, viðskiptasambönd, reynslu og færni sem Íslendingar hafa þörf fyrir, ásamt fjölbreyttri gæðavöru á afar góðu verði fyrir heimili og vinnustaði landsins.

Núverandi eigendur ÍsBús eru: