Spurt og svarað

Ísbú er með viðskipti víða um heim, og til að auka aðgengi viðskiptavina okkar að upplýsingum um þjónustu og vörurnar sem við bjóðum þá höfum við safnað saman nokkrum helstu fyrirspurnum sem upp kunna að koma. Ef þið finnið ekki svör við ykkar spurningum hér, vinsamlega hafið samband.

Nei, við erum ekki með verslun í dag. Við erum með skrifstofu á Síðumúla 31 og lager á Síðumúla 29, 108 Reykjavík, þar er hægt að versla það sem alltaf er til á lager ( flest allt fyrir hótelrekstur s.s. handklæði, rúmföt o.fl ). Einnig erum við með mikið af sýnishornum af vörum sem við flytjum til landsins.
Það er hægt að panta vörur með því að senda okkur tölvupóst á isbu@isbutrade.com eða hringja í síma 5629018, eða koma á skrifstofu okkar í Síðumúla 31. 108 Reykjavík.
Fyrir vörur sem keyptar út af lager er beðið um staðgreiðslu. Fyrir sérpantaðar vörur, biðjum við um 50% greiðslu við staðfestingu á pöntun og rest greiðslu við afhendingu, eða 100% bankaábyrgð.
Sérpantaðar vörur eru afgreiddar á 6-12 vikum eftir að greiðsla hefur verið staðfest.
Það er hægt að panta vörur með sérmerkingu, allt eftir óskum kaupenda.