Hótel húsgögn

kr.0

Category

Share This

Undanfarin ár höfum við hjá ÍsBú sérhæft okkur í að þjóna hótelum, gistiheimilum, veitingastöðum og sjúkrahúsum á Íslandi. Við bjóðum heildarlausnir, allt sem þarf inn á eitt hótelberbergi eða í veitingasal. Við bjóðum t.d. fjölbreytt úrval af sérsaumuðum rúmfatnaði, lín, lök, teygjulök, sængur, kodda, gardínur, myrkragluggatjöld, handklæði, sérsmíðuð húsgögn fyrir herbergi t.d. rúm, rúmbotna, náttborð, skrifborð, töskugrindur, fataskápa, stóla, sófa, sófaborð, svefnsófa ásamt borðum og stóla fyrir veitingasali.  Auk þess bjóðum við allskonar borðbúnað, t.d. PU borðdúka, bómullar borðdúka, polyester borðdúka, póstulín áhöld eins og matardiska, kökudiska, súpudiska og fjölbreytt útval af kaffibollum með diskum. Hágæða ryðfrí hnífapör, bakka, hitakönnur o.fl. Við höfum einnig bætt ýmsu við  vörulínu okkar fyrir baðherbergi, t.d. eru í boði sérstök hótel baðkör, sturtuklefar, gler skilrúm, vegg-hengd klósett, rulluhaldarar, krókar, fatahengi, handklæðahillur, handklæðaslár, allt úr ryðfríu, speglar o.fl. Við höfum fjárfest í lagerhússnæði til að bæta þjónustu okkar, nú höfum við alls konar handklæði, rúmfatnað, lök, lín, sængur og kodda o.fl. á lager, svo viðskiptavinir geta komið við og sótt þær vörur sem þeim vantar hverju sinni.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hótel húsgögn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *